Fyrsta sagan sem Gestur skrifaði í raunsæisstíl var Kærleiksheimilið sem hann samdi úti í Kaupmannahöfn og birti í tímaritinu Verðandi. Eftir að hann kom heim birti hann söguna Hans Vöggur, sem margir telja með hans bestu sögum. Í þessu safni er að finna sex sögur sem allar eru dæmigerðar fyrir Gest og eru góð leið til að kynnast þessum oft á tíðum misskilda snillingi.